Í dag er gærdagsins "Á morgun"...

Halló,

Sit og hlusta á einn gutta tala um dásemdir kúnnastjórnunarkerfis (úff langt orð). Hann kemur frá littlu fyrirtæki sem heitir Novozymes. Þetta litla fyrirtæki velti ekki nema 60 milljörðum í fyrra með hagnað upp á 10 milljarða. Einn stærsti kúnninn er til dæmis Proctor&Gamble. Kerfið þeirra er sniðugt og ansi öflugt. Ætla nú ekki að þreyta ykkur meira með því.

Pizzu dagur í dag og Disney. Ég hlakka bara til. Í þetta skiptið er marmiðið að láta börnin sjá alveg um eldamennskuna. Á meðan ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að læra aðeins. Á síðustu stundu eins og alltaf. Svo ég þýði lauslega úr enskunni þá mun ég brenna miðnæturolíunni í næstu viku, þegar börnin eru hjá Sólrúnu.

Kíkti á GoogleEarth í gær. Algjörlega magnað fyrirbæri. Endilega kíkið á það.

Svo fæ ég aldrei leið á þessari síðu How Stuff Works

Góða Helgi!!!

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ó mæ gaaad skilur pabbi ekki að maður verður að sýna svona flott stígvél. Ég svaf í mínum nýju rauðu kuldaskóm með loðkanti sem ég fékk þegar ég var u.þ.b. 5 ára, allavega eina nótt. Ég, Perla og Bella, Týra og Pollí biðjum að heilsa.

Vinsælar færslur